15. janúar, 2021

Tilkynning frá Stúdentaráði vegna Menntasjóðs námsmanna

Að gefnu tilefni vill Stúdentaráð upplýsa stúdenta að réttindaskrifstofa ráðsins er að skoða kröfu Menntasjóðs námsmanna, um að stúdentar sem eru á húsnæðislánum hjá sjóðnum sanni leigugreiðslur með framvísun á þinglýstum leigusamningi eða staðfestingu á íbúðareign með vottorði frá Þjóðskrá (þinglýsingarvottorði).

Ljóst er að yfirlýsingin fyrir haustmisseri 2020, um að ákveðnar upplýsingar verða sóttar frá þriðja aðila í tengslum við námslánaumsóknina, sem umsækjendur þurfa að samþykkja við umsókn námslánsins, hafi ekki kveðið á um þinglýsta leigusamninga heldur einungis um að Menntasjóðurinn myndi leita staðfestingar frá Ríkisskattstjóra um að umsækjandi hafi gefið upp leigugreiðslur á skattframtali.

Það liggur einnig fyrir að stúdentar voru ekki upplýstir um kröfuna um þinglýsta leigusamninga fyrr en í byrjun þessara árs þegar fyrsta meldingin um hana barst frá Menntasjóðnum. 

Stúdentaráð hefur óskað eftir fundi með formanni Menntasjóðsins í von um að hægt sé að gefa stúdentum skýr svör sem fyrst.

Deila

facebook icon
linkedin icon