Stúdentaráð Háskóla Íslands

Teymi sem stendur vörð um réttindi stúdenta

Stúdentaráð samanstendur af alls fimm einingum sem eru Stúdentaráð, fastanefndir þess, sviðsráð, stjórn og réttindaskrifstofa á 3. hæð Háskólatorgs sem stúdentar geta leitað til ef þeir telja að brotið hafi verið á rétti þeirra.

Í Stúdentaráði sitja 17 fulltrúar sem eru kjörnir á vormisseri ári hverju í stúdentaráðskosningum meðal allra stúdenta við Háskóla Íslands. Fulltrúarnir eru ákvarðaðir í samræmi við fjölda nemenda á fræðasviðunum, en eins og kerfið er í dag eru 3 fullrúar af hverju fræðasviði nema 5 fulltrúar á Félagsvísindasviði vegna þess að það er stærsta fræðasviðið. Stúdentar kjósa á milli framboðslista á sínu fræðasviði og fá fulltrúar ráðsins fái sæti í samræmi við hlutfall kosninga.

Á tveggja ára fresti fara fram kosningar til háskólaráðs. Kosið er samhliða stúdentaráðskosningunum rafrænt á Uglunni. Stúdentar hafa tvo kjörna fulltrúa í ráðinu hverju sinni.

Verkefni Stúdentaráðs eru mörg og fjölbreytt, allt frá því að berjast fyrir bættum kjörum stúdenta og að halda skemmtilega viðburði á borð við Októberfest.

Hittu ráðið

Stúdentaráðsliðar

Rebekka Karlsdóttir

Sviðsráðsforseti Félagsvísindasviðs

Ingunn Rós Kristjánsdóttir

Sviðsráðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs

Jóna Gréta Hilmarsdóttir

Sviðsráðsforseti Hugvísindasviðs

Rósa Halldórsdóttir

Sviðsráðsforseti Menntavísindasviðs

Ingvar Þóroddsson

Sviðsráðsforseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs