24. mars, 2025

Fundarboð – 8. fundur Stúdentaráðs

Þriðjudaginn 25. mars 2025 fer Stúdentaráðsfundur fram kl. 17:00 í stofu N-132, Askja.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þeir verða auglýstir meðal stúdenta, og öllum áhugasömum er velkomið að mæta.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs í síma 570-0850 eða með tölvupósti á shi@hi.is ef þið hafið spurningar um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.


Dagskrá:

Fundur settur
17:00

Fundargerð fundar þann 25. febrúar 2025 borin upp til samþykktar
17:00–17:05

Tillaga um aðgengi í Eirbergi
Flutningsmenn: Eiríkur Kúld Viktorsson og Hjördís Helga Ægisdóttir
17:05–17:15

Tillaga um afstöðu SHÍ til tímasetninga sjúkra- og endurtektaprófa
Flutningsmaður: Ragnheiður Geirsdóttir
17:15–17:25

Tillaga um Ástráð sem skylduáfanga í læknisfræði
Flutningsmenn: Eiríkur Kúld Viktorsson og Katrín María Ólafsdóttir
17:25–17:35

Tillaga um bættar gangbrautamerkingar við HÍ
Flutningsmaður: Styrmir Hallsson
17:35–17:45

Fundarhlé
17:45–17:55

Tillaga um gegnsæi í fjármögnun framboða
Flutningsmenn: S. Maggi Snorrason og Mathias Bragi Ölvisson
17:55–18:05

Tillaga um breytingar á reglum Nýsköpunarsjóðs námsmanna
Flutningsmaður: Styrmir Hallsson
18:05–18:15

Tillaga um aukið öryggi á Stúdentagörðum
Flutningsmaður: Patryk Edel
18:15–18:25

Tillaga um hækkun úthlutana úr Rannsóknarsjóði Rannís
Flutningsmaður: Styrmir Hallsson
18:25–18:35

Tillaga um matarsjálfsala í Háskólabíó
Flutningsmaður: Styrmir Hallsson
18:35–18:45

Tillaga um flutninga MVS í Sögu
Flutningsmenn: Magnús Bergmann Jónasson og Ármann Leifsson
18:45–18:55

Bókfærð mál og tilkynningar
18:55–19:00

Önnur mál
– Tillaga um þrýsting á yfirvöld vegna bættra samgangna
Flutningsmenn: Arent Orri Jónsson Claessen, Júlíus Viggó Ólafsson og Katla Ólafsdóttir
19:00–19:10

– Tillaga um útgáfu alþjóðabæklings fyrir erlenda stúdenta
Flutningsmaður: Cynthia Anne Namugambe
19:10–19:20

Atkvæðagreiðslur fara fram um liði II. – IV. og VI. – XI.

Deila

facebook icon
linkedin icon