23. janúar, 2026
Fundarboð – 5. fundur Stúdentaráðs
Þriðjudaginn 27. janúar 2026 fer fram Stúdentaráðsfundur kl. 17:30 í stofu N-132, Öskju.
Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þeir verða auglýstir meðal stúdenta, og öllum áhugasömum er velkomið að mæta.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs í síma 570 0850 eða með tölvupósti á shi@hi.is ef þið hafið spurningar um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.
Dagskrá
Fundur settur.
17:30
Fundargerð fyrri fundar borin upp til samþykktar.
17:30-17:35
Tillaga um aukið aðgengi að tíðarvörum á salernum Háskólans.
Flutningsmaður: Jón Gnarr
17:35-17:45
Tillaga að Stúdentaráð þrýsti á Háskóla Íslands að stöðva niðurskurð á námsframboði.
Flutningsmaður: María Björk Stefánsdóttir
17:45-17:55
Tillaga að Stúdentaráð Háskóla Íslands beiti sér fyrir áframhaldandi inntökuprófum á Akureyri samhliða prófum í Reykjavík.
Flutningsmaður: Eiríkur Kúld Viktorsson
17:55-18:05
Fundarhlé
18:05-18:20
Tillaga um ítrekun upptökuprófa á Félagsvísindasviði.
Flutningsmaður: Valeria Bulatova
18:20-18:30
Tillaga um að SHÍ beiti sér fyrir að sérrýmum fyrir nemendafélög í Öskju.
Flutningsmaður: Guðný Helga Sæmundsen
18:30-18:40
Tillaga um skiptiborð í Eirbergi.
Flutningsmaður: Guðlaug Eva Albertsdóttir
18:40-18:50
Tillaga um aukinn sýnileika sálfræðiþjónustu Háskóla Íslands.
Flutningsmaður: Halldóra Elín Einarsdóttir
18:50-19:00
Tillaga að bættri prentþjónustu í Háskólanum.
Flutningsmaður: Magnús Hallsson
19:00-19:10
Kynning á framkvæmdaáætlunum fastanefnda SHÍ.
19:10-19:50
Bókfærð mál og tilkynningar.
19:50-19:55
Önnur mál
19:55-20:00
Atkvæðagreiðsla fer fram um liði I.-IV. og VI.-X.

