23. febrúar, 2025
Fundarboð – 7. fundur Stúdentaráðs
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 fer Stúdentaráðsfundur fram kl. 17:00 í stofu N-132, Askja.
Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þeir verða auglýstir meðal stúdenta, og öllum áhugasömum er velkomið að mæta.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs í síma 570-0850 eða með tölvupósti á shi@hi.is ef þið hafið spurningar um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.
Dagskrá:
-
Fundur settur
17:00 -
Fundargerð fundar þann 21. janúar 2025 borin upp til samþykktar
17:00–17:05 -
Tillaga um að SHÍ beiti sér fyrir betra skipulagi innan deilda
Flutningsmaður: Guðlaug Eva Albertsdóttir, varafulltrúi í Stúdentaráði
17:05–17:20 -
Tillaga um möguleika þess að vinna sér inn einingar fyrir félagsstörf
Flutningsmaður: Kjartan Leifur Sigurðsson, varafulltrúi í Stúdentaráði
17:20–17:35 -
Fundarhlé
17:35–17:45 -
Tillaga um aukinn sveigjanleika í vettvangsnámi kennaranema
Flutningsmaður: Gunnar Ásgrímsson, stúdentaráðsliði
17:45–18:00 -
Tillaga að stuðningsyfirlýsingu við deildir Menntavísindasviðs
Flutningsmenn: Ísleifur Arnórsson og Sóley Anna Jónsdóttir, stúdentaráðsliðar
18:00–18:15 -
Bókfærð mál og tilkynningar
18:15–18:20 -
Önnur mál
18:20–18:30
Atkvæðagreiðslur fara fram um liði II. – IV. og VI. – VII.