1. april, 2021

Stúdentaráðsfundur 8. apríl 2021

Kæru stúdentar

Fimmtudaginn 8. apríl fer fram Stúdentaráðsfundur á Teams kl 17:00. Óski almennur stúdent eftir að sækja fundinn skal senda beiðni þess efnis á shi@hi.is. Um er að ræða aukafund Stúdentaráðs þar sem fjallað verður um fjárhættuspil og spilafíkn af fagaðilum, í tengslum við aðkomu Háskóla Íslands að rekstri spilakassa í gegnum Happdrætti Háskóla Íslands.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa þá öllum stúdentum og er þeim því velkomið að mæta á fundi ráðsins. 

Dagskrá fundarins má finna hér.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra

 

Deila

facebook icon
linkedin icon