16. október, 2022

Stúdentaráð Háskóla Íslands semur við Orkusöluna 15. árið í röð

Stúdentaráð Háskóla Íslands og Orkusalan hafa samið á ný, en þetta er 15. árið í röð sem við erum í samstarfi. Stúdentaráð er þakklátt fyrir þetta langlífa samstarf, en það styður við starfsemi ráðsins ásamt því að stúdentar fá hagstæðasta raforkuverðið hjá Orkusölunni. Orkusalan leggur mikla áherslu á hreina orku og sjálfbærni og er til að mynda eina orkufyrirtækið á markaði sem hefur kolefnisjafnað allan sinn rekstur. Á myndinni má sjá Guðmund Ásgeir Guðmundsson, framkvæmdastjóra SHÍ og Sigmundínu Þorgrímsdóttur, sérfræðing Orkusölunnar í markaðsmálum undirrita samninginn.


Deila

facebook icon
linkedin icon