8. ágúst, 2023

Stúdentar ganga með Q-félaginu í Gleðigöngunni 2023

Q – félag hinsegin stúdenta býður öllum stúdentum að ganga með sér í Gleðigöngunni þann 12. ágúst 2023.

Þemað hjá Q-félaginu í göngunni í ár er skjaldborg hinsegin stúdenta, en það táknar stuðning bandamanna við hinsegin fólk. Við hvetjum öll áhugasöm til að skrá sig og ganga með okkur. Öll sem ætla að ganga þurfa að skrá sig í þetta skráningarskjal hér: https://forms.gle/cNQxJa7itMWcabAM8

 

Deila

facebook icon
linkedin icon