21. july, 2022

Stefnumótunardagur Stúdentaráðs 2022

Stefnumótunardagur Stúdentaráðs var haldinn í Hinu Húsinu laugardaginn 9. júlí.
Stúdentaráðsliðar, nefndarmeðlimir og sviðsráðsfulltrúar voru þar saman komin ásamt skrifstofu SHÍ og einkenndist dagurinn af umræðum, málefnavinnu og mótun framkvæmdaáætlana fastanefnda. Forsetar sviðsráða kynntu starfsemi og áherslur þeirra og lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs var með kynningu um Menntasjóð námsmanna. Við lögðum góðan grunn að því sem koma skal og erum svo sannarlega spennt fyrir starfsárinu!
Við þökkum Lemon, Bulsum og Brikk fyrir að næra okkur yfir daginn!

Deila

facebook icon
linkedin icon