25. október, 2023

Samstarfsverkefni SHÍ og Krónunnar

Við kynnum með stolti nýtt samstarf SHÍ og Krónunnar! 

 

Nú geta íbúar á stúdentagörðum við HÍ (Eggertsgötu, Sæmundargötu, Suðurgötu og Hótel Sögu) fengið heimsendingu á betri kjörum með kóðanum “SHI1920”. 

Til þess að virkja afsláttinn er farið inn í mínar síður, sem er hægra megin um leið og Krónu-appið er opnað. Svo er ýtt á þrjár línur sem birtast uppi í hægra horni. Þar er svo ýtt á stillingar og þar neðst niðri stendur kóði fyrir íbúakjarna. Þar er kóðinn SHI1920 sleginn inn, þá á kóðinn að virkjast sjálfkrafa þegar pantað er. Athugið að einungis er hægt að nýta afsláttarkóðann á ákveðnum tímasetningum en nánari upplýsingar um þær er að finna í appinu.

 

Við erum afar spennt fyrir þessu samstarfi og vonumst til þess að þetta sé aðeins byrjunin á farsælu samstarfi SHÍ og Krónunnar!

Deila

facebook icon
linkedin icon