2. ágúst, 2023

Ráðning samskiptafulltrúa Októberfest

Skarphéðinn Finnbogason hefur verið ráðinn samskiptafulltrúi Októberfest SHÍ 2023.

Skarphéðinn er reynslubolti þegar kemur að skipulagi stórra viðburða en hanne sinnti hlutverkinu í fyrra. Hann hefur brennandi áhuga á bæði markaðsstörfum og viðburðastjórnun og hefur komið að skipulagningu og uppsetningu fjölda stórra viðburða. Þá hefur hann einnig reynslu af hugmyndavinnu og markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Við óskum honum til hamingju með starfið og hlökkum til samstarfsins!

Deila

facebook icon
linkedin icon