4. ágúst, 2022

Ráðning samskiptafulltrúa Októberfest 2022

Skarphéðinn Finnbogason hefur verið ráðinn samskiptafulltrúi Októberfest SHÍ 2022, en hátíðin fer fram í Vatnsmýrinni dagana 1.-3. september.

Skarphéðinn er 21 árs laganemi við Háskóla Íslands ásamt því að stunda samhliða diplómanám í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum. Hann starfar í dag hjá markaðsdeild Nova ásamt því að vera með umboð fyrir tónlistarmenn.

Hann hefur brennandi áhuga á bæði markaðsstörfum og viðburðastjórnun og hefur komið að skipulagningu og uppsetningu viðburða á borð við árshátíðir, útgáfupartý og tónleika. Þá hefur Skarphéðinn einnig reynslu af hugmyndavinnu og markaðssetningu á samfélagsmiðlum.  

Skarphéðinn hefur skýra sýn á hátíðina og sér ýmis tækifæri við skipulagningu Októberfest 2022. Hann er núverandi meðlimur í félagslífs- og menningarnefnd SHÍ og hefur því þekkingu á starfsemi ráðsins og mikilvægi félagslífsins í Háskólanum. Við óskum Skarphéðni til hamingju með starfið og hlökkum til samstarfsins!

Deila

facebook icon
linkedin icon