11. júní, 2023

Ráðning ritstjóra og alþjóðafulltrúa á skrifstofu Stúdentaráðs

Þau Nana Bruhn Rasmussen og Jean Rémi Chareyre hafa bæst í hóp starfsfólksins á réttindaskrifstofu Stúdentaráðs.

Nana Bruhn Rasmussen hefur verið ráðin nýr alþjóðafulltrúi á skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Nana er 26 ára nemi í Íslensku sem öðru máli og hefur áður lokið BA og MA gráðum í lögfræði frá Syddansk Universitet í Óðinsvéum. Nana hefur reynslu af vinnu við alþjóðasamskipti, m.a. hjá danska sendiráðinu í Reykjavík og danska utanríkisráðuneytinu. Hún hefur reynslu af því að vera bæði skiptinemi og alþjóðanemi á Íslandi og hlakkar til að vinna með, og gæta hagsmuna, erlendra nemenda í Háskóla Íslands.

Jean-Rémi Chareyre hefur verið ráðinn nýr ritstjóri á skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Jean-Rémi er 37 ára mastersnemi í blaða- og fréttamennsku og hefur áður lokið meistaranámi í ensku við Stendhal háskóla í Grenoble í Frakklandi. Jean-Rémi hefur áður starfað við blaðamennsku hjá Heimildinni auk þess sem hann hefur starfað við bæði kennslu og ferðaþjónustu. Jean-Rémi hefur mikinn áhuga á háskólasamfélaginu og málefnum stúdenta.

Við óskum þeim til hamingju með þessi nýju störf og hlökkum til að vinna með þeim að bættum hag stúdenta!
Einnig gleður það okkur að tilkynna að Guðmundur Ásgeir Guðmundsson hefur verið endurráðinn framkvæmdastjóri Stúdentaráðs og við hlökkum til að eiga áfram í góðu samstarfi við hann!

Deila

facebook icon
linkedin icon