28. mars, 2023

Opið fyrir umsóknir í fjórðu úthlutun Stúdentasjóðs

Búið er að opna fyrir umsóknir í fjórðu og síðustu úthlutun Stúdentasjóðs skólaárið 2022-2023.

Umsóknareyðublað er að finna hér. Við viljum hvetja til þess að umsóknareyðublaðið sé eins vel útfyllt og kostur er, umsóknum sem uppfylla ekki skilyrði verður vísað frá. Einnig hvetjum við til þess að umsækjendur kynni sér sérstaklega lög og verklagsreglur sjóðsins áður en sótt er um. 

Við vekjum athygli á því að greniningarstyrkir og framfærslustyrkir eru veittir í þessari úthlutun. 

Tekið er við umsóknum til kl. 12:00 þriðjudaginn 11. apríl 2023. Umsóknum sem berast eftir þann tíma verður sjálfkrafa vísað frá.

Spurningum skal vísað til Dagnýjar Þóru Óskarsdóttur, forseta sjóðsins, á netfangið studentasjodur@hi.is.

Deila

facebook icon
linkedin icon