8. ágúst, 2022

Októberfest SHÍ 2022

Kæru stúdentar!

Eftir tveggja ára bið er loksins komið að þessu: Októberfest SHÍ fer fram í 18. skipti, þann 1.-3. september á lóðinni fyrir framan Háskóla Íslands.

Forsala hefst þriðjudaginn 9. ágúst kl. 12:00 á tix.is og getið þið nælt ykkur í miða á sérstöku forsöluverði hér:  https://tix.is/is/event/13754/oktoberfest-shi/

Athugið að takmarkaður fjöldi miða er í boði í forsölu en eftir það mun miðinn á hátíðina kosta 9.990 kr fyrir háskólanema en 12.900 kr í almennri sölu. Einnig verður hægt að kaupa bjórkort gegn framvísun skilríkja.

Allir háskólanemar geta keypt sér miða á hátíðina. Aldurstakmark á hátíðina er 20 ár með þeirri undantekningu að þau sem eru ekki orðin tvítug en geta framvísað gildu háskólaskírteini geta keypt sér miða. Stúdentaráð Háskóla Íslands vekur athygli á því að hátíðargestir undir tvítugu geta ekki keypt áfengar veigar á hátíðarsvæðinu samkvæmt lögum.

Við hlökkum til að sjá ykkur á Októberfest! 

Deila

facebook icon
linkedin icon