3. febrúar, 2021

Heimildaþáttaröð Stúdentaráðs frumsýnd á RÚV

Á morgun, fimmtudaginn 4. febrúar, verður frumsýning á heimildaþáttaröð Stúdentaráðs, Baráttan – 100 ára saga Stúdentaráðs. Þættirnir eru gefnir út í tilefni af 100 ára afmæli Stúdentaráðs og rekja þeir sögu ráðsins.

Þættirnir verða sýndir á RÚV alla fimmtudaga í febrúar klukkan 20.45.

Hér má sjá brot af þáttunum:

 

Deila

facebook icon
linkedin icon