14. april, 2021

Ný könnun um stöðu og reynslu stúdenta við Háskóla Íslands á tímum COVID-19

Í samstarfi við Amalíu Björnsdóttur og Þuríði Jóhannsdóttur, prófessorar á Menntavísindasviði, leggur Stúdentaráð fyrir ykkur könnun um reynslu stúdenta við Háskóla Íslands af námi á tímum COVID-19 skólaárið 2020–2021. Markmiðið er að halda áfram að kanna viðhorf ykkar á skólaárinu sem er að líða undir lok.

Spurt er hvernig faraldurinn og breytt fyrirkomulag kennslu hefur haft áhrif á námið, fjárhag og líðan. Í lok spurningalistans eru síðan nokkrar spurningar um sumarið sem er framundan hvort stúdentar séu komnir með vinnu og áhuga á sumarnámi. Þátttaka er mjög mikilvæg fyrir okkur til að gæta hagsmuni allra stúdenta með sem bestum hætti. Við biðjum ykkur að svara þessari könnun fyrir 28. apríl næstkomandi.

Ekki er skylda að svara spurningalistanum og það má sleppa einstökum spurningum. Upplýsingar sem koma frá þátttakendum verða ekki samkeyrðar með öðrum gagnasöfnum. 

Frekari upplýsingar um rannsóknina hjá ábyrgðarmanni, Amalíu Björnsdóttir, prófessor, Menntavísindasviði Háskóla Íslands, amaliabj@hi.is. Meðrannsakandi er Þuríður Jóhannsdóttur, prófessor, Menntavísindasviði Háskóla Íslands, thuridur@hi.is.   

Síðastliðið vor sendu Amalía og Þuríður, prófessorar á Menntavísindasviði, út könnun til allra stúdenta Háskóla Íslands í samstarfi við kennslusvið til að kanna reynslu stúdenta á COVID-19 tímum. Niðurstöður hafa verið birtar í skýrslu og í Tímariti Kennslumiðstöðvar HÍ í lok árs 2020.

Deila

facebook icon
linkedin icon