25. mars, 2022

Niðurstöður kosninga til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands 2022

Miðvikudaginn og fimmtudaginn, 23. og 24. mars, fóru fram kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands. Stúdentar kusu á milli framboðslista á sínu fræðasviði í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára. Fulltrúar fá sæti í samræmi við hlutfall kosninga.

Stúdentaráð samanstendur af 17 fulltrúum sem skiptast í 3 fulltrúa af hverju fræðasviði, fyrir utan Félagsvísindasvið sem á 5 fulltrúa. Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, fékk alls 15 fulltrúa kjörna en Vaka, hagsmunafélag stúdenta, fékk 2 fulltrúa. Frambjóðendur Röskvu á Hugvísindasviði voru sjálfkjörnir þar sem ekkert annað framboð barst, í samræmi við 32. gr. laga Stúdentaráðs.

Í háskólaráði eiga fulltrúar svo stúdenta og fékk Röskva báða fulltrúa inn ásamt því að fá 3. og 4. sætið inn sem varafulltrúa.

Kosn­ing­arnar fór fram á Uglunni og var kjör­sókn 21,70% en nánari tölur má finna hér undir lagaleg skjöl.

 

Kjörnu fulltrúarnir í Stúdentaráð raðast á eftirfarandi máta:

Fé­lags­vís­inda­svið:
1.Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, Röskva
2.Viktor Ágústsson, Röskva
3.Dagur Kárason, Vaka
4.Diljá Ingólfsdóttir, Röskva
5.Elías Snær Torfason, Röskva

Heil­brigðis­vís­inda­svið:
1.Andri Már Tómasson, Röskva
2.Sigríður Helga Ólafsdóttir
3.Dagný Þóra Óskarsdóttir, Röskva

Hug­vís­inda­svið:
1.Rakel Anna Boulter, Röskva
2.Draumey Ósk Ómarsdóttir, Röskva
3.Magnús Orri Aðalsteinnson, Röskva

Menntavís­inda­svið:
1.Auður Eir Sigurðardóttir, Röskva
2.Ísak Kárason, Röskva
3.Ísabella Rún Jósefsdóttir, Vaka

Verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­svið:
1.Brynhildur R Þorbjarnardóttir, Röskva
2.Sigurþór Maggi Snorrason, Röskva
3.Dagmar Óladóttir, Röskva

 

Kjörnu fulltrúarnir í háskólaráð raðast á eftirfarandi máta:

1.Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir, Röskva
2.Katrín Björk Krisjánsdóttir, Röskva

Varafulltrúar í háskólaráði í 3. og 4. sæti:
3.Rebekka Karlsdóttir, Röskva
4.Ingvar Þóroddsson, Röskva

 

Skrifstofa Stúdentaráðs færir nýkjörnum Stúdentaráðsliðum og háskólaráðsliðum innilegar hamingjuóskir. 

Deila

facebook icon
linkedin icon