12. maí, 2021

Möguleikar stúdenta í sumar

Stúdentaráð fagnar því að nú er búið að opinbera það sumarnám og þau sumarstörf sem verða stúdentum boðleg sumarið 2021.

Hyggst þú fara í sumarnám má finna frekari útlistun á framboði sumarnáms vef Háskóla Íslands hér.

Opnað verður fyrir umsóknir 17. maí og hefst kennsla þann 1. júní.

Fyrir þá sem vilja vinna í sumar er tilvalið að kynna sér þau störf sem Vinnumálastofnun er nú að auglýsa fyrir alla stúdenta 18 ára og eldri. Það eru um 2500 fjölbreytt störf í boði og má finna frekari upplýsingar um þau á vef Vinnumálastofnunar hér.

Stúdentaráð óskar stúdentum öllum gleðilegt sumar.

Deila

facebook icon
linkedin icon