30. nóvember, 2020

Heimildarþáttur um sögu Stúdentaráðs

Í tilefni 100 ára afmæli Stúdentaráðs, hefur ráðið verið að vinna að heimildarþáttum.

Stúdentaráð Háskóla Íslands mun í samstarfi við Landsbankann, Háskóla Íslands og RÚV gefa út heimildaþætti, í tilefni aldar afmælisins. Þeir munu fjalla um hagsmunabaráttu stúdenta og rekja sögu Stúdentaráðs.

 

Ingileif Friðriksdóttir sér um þáttastjórn og verða viðmælendur þáttarins allskyns fólk sem hefur komið að starfi Stúdentaráðs með einum eða öðrum hætti í gegnum árin og sett sitt mark á hagsmunabaráttuna.

Þættirnir verða sýndir á RÚV og munum við birta tímasetningar þegar að nær dregur.
Stikla úr þáttunum verður frumsýnd á afmælishátíð Stúdentaráðs þann 4. desember næstkomandi. Hátíðin byrjar klukkan 18:00 og er hlekkur á streymið hér: https://www.hi.is/vidburdir/aldarafmaeli_studentarads_fagnad

Deila

facebook icon
linkedin icon