3. maí, 2023

Framlengdur umsóknarfrestur í stöðu ritstjóra

Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur framlengt umsóknarfrestinn í stöðu ritstjóra Stúdentablaðsins.

Ritstjóri hefur yfirumsjón með útgáfu Akademíunnar sem gefin er út í byrjun skólaársins sem og Stúdentablaðsins sem gefið er út fjórum sinnum á skólaári, tvö blöð á hvoru misseri. Nánari tímasetning útgáfunnar fer eftir ákvörðun ritstjóra og skrifstofu Stúdentaráðs. Ritstjóri skipar í ritstjórn og stýrir störfum hennar. Hann sér um dreifingu á Stúdentablaðinu og er ábyrgur fyrir því að birta efni úr því á heimasíðu þess.

Ritstjóri aðstoðar við auglýsingasöfnun en framkvæmdastjóri Stúdentaráðs hefur yfirumsjón yfir henni sem og rekstri blaðsins.

Hæfniskröfur:

  • Þekking og áhugi á málefnum stúdenta
  • Reynsla af fjölmiðla- og/eða útgáfustörfum
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Gott vald á íslenskri og enskri tungu
  • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
  • Vilji til að vinna með Stúdentaráðsliðum, starfsfólki skrifstofu Stúdentaráðs og öðrum hagsmunaaðilum ráðsins
  • Reynsla af grafískri hönnun er kostur
  • Þekking á vefumsjón er kostur
  • Menntun sem nýtist er kostur

Ritstjóri er ráðinn í 20% vinnu yfir tímabilið 1. júní 2023 til 1. september 2023 og eykst þá hlutfallið í 30% yfir tímabilið 1. september 2023 til 31. maí 2024. Upphaf starfstíma getur þó verið sveigjanlegur eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið má fá hjá Lísu Margréti Gunnarsdóttur, núverandi ritstjóra Stúdentablaðsins, á netfangið studentabladid@hi.is

Kynningarbréf ásamt ferilskrá og upplýsingum um umsagnaraðila skal skila í gegnum tölvupóst á netfang Stúdentaráðs shi@hi.is merkt „Ritstjóri 2023-2024“. Umsóknarfrestur er til og með 7. maí nk. Auk þess er æskilegt að sýn umsækjanda á Stúdentablaðinu og hugmyndir um útgáfur á starfstímabilinu komi fram sem og sýnishorn af vinnu sinni ef viðkomandi hefur gengt ritstörfum áður.

Deila

facebook icon
linkedin icon