30. september, 2022

Félagsráðgjöf háskólanema opnar

Nýverið opnaði Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands Félagsráðgjöf háskólanema, sem veita mun háskólanemum og fjölskyldum þeirra ráðgjöf sem m.a. snertir fjölskyldumálefni, uppeldi og samskipti. Markmiðið með Félagsráðgjöf háskólanema er í senn að þjálfa nemendur í starfsréttindanámi í félagsráðgjöf í að veita faglega ráðgjöf og bjóða háskólanemum stuðning í erfiðum málum sem þeir kunna að glíma við.

Selma Björk Hauksdóttir, aðjunkt við Félagsráðgjafardeild, sem hefur umsjón með þessu nýja verkefni hefur unnið að undirbúningi verkefnisins frá því í sumar en áður höfðu stjórnendur Félagsráðgjafardeildar, Stúdentaráð Háskóla Íslands og Kennslusvið skólans lagt drög að hugmyndinni sem varð til þess að styrkur var veittur fyrir tveggja ára tilraunaverkefni.

Þjónustan er gjaldfrjáls og fer fram á Aragötu 9. Stúdentar geta bókað tíma hjá Félagsráðgjöf háskólanema á Uglu og einnig er hægt að senda fyrirspurnir í gegnum netfangið felradgjof@hi.is.

Stúdentaráð fagnar tilkomu Félagsráðgjafar háskólanema og bættum úrræðum fyrir stúdenta. 

Deila

facebook icon
linkedin icon