15. júní, 2021

Ert þú enn að leita að sumarstarfi? – Könnun á vegum Vinnumálastofnunnar

Kæru stúdentar

Stjórnvöld boðuðu 2500 störf fyrir námsfólk sumarið 2021 hjá opinberum stofnunum og sveitarfélögum. Nú liggur fyrir að vel hefur gengið að ráða í þau störf og hefur Vinnumálastofnun vegna þessa efnt til könnunar um atvinnuhagi námsmanna svo hægt sé að meta hvort afla þurfi viðbótarheimilda til að bjóða upp á fleiri störf. 

Við viljum hvetja ykkur sem hafið enn ekki fengið starf um að taka þessa afar stuttu könnun. Ábyrgðar- og vinnsluaðili könnunarinnar er Vinnumálastofnun og því skulu athugasemdir eða spurningar beinast að stofnuninni.

Ef spurningar vakna varðandi önnur hagsmunamál er velkomið að hafa samband við Stúdentaráð á shi@hi.is.

Deila

facebook icon
linkedin icon