10. júní, 2022

Auglýst eftir fulltrúum stúdenta í nefndir háskólaráðs

Kæru stúdentar,

Samkvæmt 21. gr. laga Stúdentaráðs skal Stúdentaráð skipa fulltrúa stúdenta í nefndir háskólaráðs. Að þessu sinni er leitað að fulltrúa í skipulagsnefnd, tveimur fulltrúum í ráð um málefni fatlaðs fólks, auk áheyrnarfulltrúa í öryggisnefnd. Skipunartími í skipulagsnefnd og öryggisnefnd er til eins árs en í ráð um málefni fatlaðs fólks til þriggja ára. 

Hæfniskröfur eru eftirfarandi: 

  • Áhugi á Stúdentaráði og málefnum stúdenta
  • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Virk þátttaka í háskólasamfélaginu er kostur
  • Þekking á stjórnsýslu Háskóla Íslands er kostur

Að auki er miðað við að allavegana annar fulltrúanna í ráði um málefni fatlaðs fólks komi úr hópi þeirra nemenda sem falla undir 1. mgr. 1. gr. reglna um sértæk úrræði í námi við Háskóla Íslands nr. 481/2010. 

Stúdentaráð mun kjósa um fulltrúa í nefndirnar. Frekari upplýsingar um starfsemi nefndana má finna á heimasíðu Háskóla Íslands

Áhugaöm eru beðin um að senda póst á shi@hi.is fyrir kl. 23:59 þann 17. júní næstkomandi. Umsókn skal fylgja ferilskrá og stutt kynning á umsækjanda, lýsing á áhuga hans á tilteknu nefndarstarfi og reynslu sem hann telur að komi að gagni í nefndinni. 

Deila

facebook icon
linkedin icon