29. mars, 2021

Niðurstöður kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands

Síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag, 24. og 25. mars, fóru fram kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2021-2022. Stúdentar kusu á milli framboðslista á sínu fræðasviði og fá fulltrúar ráðsins sæti í samræmi við hlutfall kosninga.

Stúdentaráð samanstendur af 17 fulltrúum og eins og kerfið er í dag eru 3 fulltrúar af hverju fræðasviði nema 5 fulltrúar á Félagsvísindasviði. Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, fékk alls 16 fulltrúa kjörna en Vaka, hagsmunafélag stúdenta, fékk 1 fulltrúa.

Kosn­ing­in fór fram á Uglunni og var kjör­sókn 26,46% en nánari tölur má finna hér undir lagaleg skjöl.
Kjörnu fulltrúarnir raðast á eftirfarandi máta:

Fé­lags­vís­inda­svið:
1. Re­bekka Karls­dótt­ir (Röskva)
2. Erna Lea Berg­steins­dótt­ir (Röskva)
3. Stefán Kári Ottós­son (Röskva)
4. Ell­en Geirs­dótt­ir Håk­ans­son (Vaka)
5. Kjart­an Ragn­ars­son (Röskva)

Heil­brigðis­vís­inda­svið:
1. Ing­unn Rós Kristjáns­dótt­ir (Röskva)
2. Mar­grét Jó­hann­es­dótt­ir (Röskva)
3. Kristján Guðmunds­son (Röskva)

Hug­vís­inda­svið:
1. Jóna Gréta Hilm­ars­dótt­ir (Röskva)
2. Anna María Björns­dótt­ir (Röskva)
3. Sig­urður Karl Pét­urs­son (Röskva)

Menntavís­inda­svið:
1. Rósa Hall­dórs­dótt­ir (Röskva)
2. Rann­veig Klara Guðmunds­dótt­ir (Röskva)
3. Erl­ing­ur Sig­valda­son (Röskva)

Verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­svið:
1. Ingvar Þórodds­son (Röskva)
2. Inga Huld Ármann (Röskva)
3. Helena Gylfa­dótt­ir (Röskva)

 

Skrifstofa Stúdentaráðs óskar nýkjörnum Stúdentaráðsliðum innilega til hamingju með kjörið og heilla í starfi. 

Deila

facebook icon
linkedin icon