20. mars, 2024

Tilkynning frá kjörstjórn

Við upphaf kosninga þeirra er nú standa yfir til Stúdentaráðs og Háskólaráðs bar á því að nemendur hafi lent í vandkvæðum með það að staðfesta atkvæði sín með lykilorði sínu í Uglu.

Vegna þessa vandamáls tóku Kjörstjórn og Upplýsingatæknisviði þá ákvörðun í sameiningu að fjarlægja þessa kröfu það sem eftir stendur þessar kosningar.

Nemendur þurfa því nú að skrá sig inn með lykilorði í Uglu en ekkert lykilorð þarf til þess að staðfesta atkvæði.

Séu nemendur enn að lenda í vandræðum hvað þetta varðar vill Kjörstjórn benda á að endurhlaða Uglunni í vafranum og virki það ekki að skrá sig út á Uglunni og skrá sig aftur inn.

Ef nemendur lenda í frekari vandræðum geta þeir haft samband við kjor@hi.is

Deila

facebook icon
linkedin icon