2. ágúst, 2025

Stúdentaráðsfundur 6. ágúst 2025

Miðvikudaginn 6. ágúst 2025 fer fram 2. fundur Stúdentaráðs Háskóla Íslands á starfsárinu 2025–26.
Fundurinn hefst kl. 17:00 og fer fram í stofu N-132 í Öskju, Háskóla Íslands.
Fundarstjóri er Arent Orri Jónsson Claessen, forseti Stúdentaráðs, og fundarritari er Alda María Þórðardóttir, framkvæmdastjóri.

Dagskrá:

I. Fundargerð fyrri fundar borin upp til samþykktar

II. Tillaga að SHÍ biðli til háskólastjórnenda um að halda skrásetningargjaldi óbreyttu
Flutningsmaður: Halldóra Elín Einarsdóttir (Vaka)

III. Tillaga að mótvægisaðgerðum gegn gjaldskyldu bílastæða við HÍ
Flutningsmenn: Guðlaug Eva Albertsdóttir (Röskva), María Björk Stefánsdóttir (Röskva), Auður Halla Rögnvaldsdóttir og Katla Ólafsdóttir

IV. Tillaga um breytingu á lögum Stúdentasjóðs
Flutningsmaður: Kjartan Leifur Sigurðsson (Vaka)

V. Hlé

VI. Tillaga um að reistur verði Bryndísarbekkur á Októberfestreitnum
Flutningsmenn: María Björk Stefánsdóttir (Röskva) og Ármann Leifsson

VII. Tillaga að viljayfirlýsingu SHÍ um bensínstöðvarreitinn að Birkimel
Flutningsmaður: Arent Orri Jónsson Claessen

VIII. Tillaga um hækkun skrásetningargjalda
Flutningsmenn: María Björk Stefánsdóttir (Röskva), Magnús Hallsson (Röskva), Valeria Bulatova (Röskva)

IX. Bókfærð mál og tilkynningar


Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Hægt er að hafa samband við skrifstofu SHÍ í síma 570-0850 eða á netfangið shi@hi.is.

Deila

facebook icon
linkedin icon