20. október, 2022

Stúdentaráðsfundur 25. október 2022

Þriðjudaginn 25. október fer Stúdentaráðsfundur fram kl 17:00 í stofu O-202.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

  1. Fundur settur 
  2. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar (atkvæðagreiðsla) 17:00-17:05
  3. Tilkynningar og mál á döfinni 17:05-17:30
  4. Félagsstofnun stúdenta (kynning og umræður) 17:30-18:20
  5. Hlé 18:20-18:30
  6. Áherslur SHÍ í tengslum við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna 18:30 – 19:10 (atkvæðagreiðsla)
  7. Tillaga um að Háskóli Íslands lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 19:10-19:20 (Atkvæðagreiðsla)
  8. Tillaga um undirnefnd umhverfis- og samgöngunefndar Stúdentaráðs (atkvæðagreiðsla) 19:25-19:30
  9. Önnur mál 19:30-19:35
  10. Bókfærð mál 
  11. Fundi slitið 

 

Deila

facebook icon
linkedin icon