4. mars, 2022

Stúdentaráðsfundur 10. mars 2022

Fimmtudaginn 10. mars fer Stúdentaráðsfundur fram kl 17:00 í L-201.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins. Óski almennur stúdent eftir að sækja fundinn, skal senda beiðni þess efnis á shi@hi.is til að geta sent Teams fundarboð.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

Fundardagskrá

  1. Fundur settur 17:00
  2. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar (atkvæðagreiðsla) 17:00-17:05
  3. Tilkynningar og mál á döfinni 17:05-17:25
  4. Félagsstofnun stúdenta (kynning og umræður) 17:25-17:45
  5. Fjárhagsáætlun Stúdentaráðs 2021-2022 (kynning og umræður) 17:45-18:00
  6. Hlé 18:00-18:10
  7. Stefna Stúdentaráðs (kynning og umræður) 18:10-18:40
  8. Önnur mál 18:40-18:50
  9. Fundi slitið 18:50

Deila

facebook icon
linkedin icon