8. april, 2024

Stúdentaráð hvetur nemendur til að sniðganga Rapyd og greiða skrásetningargjöldin með millifærslu eða reiðufé

Vegna þrýstings frá Stúdentaráði er Háskóli Íslands að leita leiða til að skipta út greiðslukerfi við innheimtu skrásetningargjalda. Þangað til geta stúdentar sem vilja sniðganga Rapyd valið milli þess að millifæra gjaldið eða staðgreiða með reiðufé.

Millifærsla:

Millifæra skal gjaldið á bankareikning Háskóla Íslands:

bknr: 0137-26-000174 og kt: 600169-2039

Það er mjög mikilvægt að sendur sé tölvupóstur á nemskra@hi.is þar sem tilteknar eru allar upplýsingar  um millifærsluna þ.e. dagsetning, tími, upphæð og kennitala þess nemenda sem skrásetningargjaldið er greitt fyrir.

Reiðufé:

Hægt er að staðgreiða gjaldið með reiðufé á þjóunstuborðinu á Háskólatorgi.

 

Deila

facebook icon
linkedin icon