16. july, 2025

Stúdentaráð Háskóla Íslands auglýsir eftir umsóknum í stöðu verkefnastjóra Októberfest 2025

Stúdentaráð Háskóla Íslands auglýsir eftir umsóknum í stöðu verkefnastjóra Októberfest 2025.

Verkefnastjóri Októberfest:
Verkefnastjóri Októberfest heldur utan um samskipti við verktaka, umsjón markaðsmálum í samráði við SHÍ og almennt utanumhald um Októberfest af hálfu SHÍ. Samantekt og skýrsla eftir hátíðina. Starfsmaðurinn er ráðinn í hlutastarf á meðan ráðningartímabilinu stendur.

Hæfniskröfur:
Reynsla af viðburðastjórnun, markaðsstörfum, góð samskiptahæfni, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.

Umsóknarferli:
Umsóknarfrestur er til 30. júlí 2025. Umsóknir skulu berar á netfangið shi@hi.is. Hverri umsókn skal fylgja kynningarbréf, ferilskrá og upplýsingar um tvo meðmælendur. Umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest verða ekki teknar til greina.

Deila

facebook icon
linkedin icon