1. júní, 2023

Stúdentaráð auglýsir eftir umsóknum í stjórn Félagsstofnunar stúdenta


Stúdentar eiga þrjá fulltrúa í stjórn Félagsstofnunar stúdenta sem sitja til tveggja ára í senn. Skipað var síðast í stjórn árið 2021 og er því kominn tími á að gera það aftur. Samkvæmt reglugerð fyrir Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Íslands er stjórnin skipuð fimm einstaklingum til tveggja ára: mennta- og menningarmálaráðuneytið skipar einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa, háskólaráð skipar einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa og Stúdentaráð skipar þrjá aðalfulltrúa og þrjá varafulltrúa.  

Hæfniskröfur

  • Áhugi á Stúdentaráði og þekking á málefnum stúdenta
  • Reynsla af hagsmunabaráttu stúdenta er kostur 
  • Virk þátttaka í háskólasamfélaginu er kostur
  • Þekking á stjórnsýslu Háskóla Íslands er kostur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Geta til að tjáningar í ræðu og riti á íslensku 

 

Ætlast er til þess að umsækjandi stundi ekki nám við Háskóla Íslands á skipunartímanum og beri hag stúdenta og Félagsstofnunnar stúdenta fyrir brjósti. 

Kynningarbréf ásamt ferilskrá með upplýsingum um meðmælendur skal skila á netfang Stúdentaráðs shi@hi.is. Samkvæmt 7. gr laga Stúdentaráðs skal hver fulltrúi ásamt varafulltrúa kjörinn sérstaklega og því eru umsækjendur beðnir um að gera grein fyrir varafulltrúa í umsókn sinni. Umsóknarfrestur er til 23:59 þann 11. júní 2023 og eru umsóknir sem berast eftir þann tíma ekki teknar gildar. 

Deila

facebook icon
linkedin icon