2. september, 2025

SHÍ auglýsir eftir umsóknun í stöðu alþjóðafulltrúa og sjálfbærnifulltrúa

Stúdentaráð Háskóla Íslands auglýsir eftir umsóknum í stöður alþjóðafulltrúa og sjálfbærnifulltrúa fyrir starfsárið 2025-2026.

Sjálfbærnifulltrúi:
Sjálfbærnisfulltrúi háskólanema er glænýtt starf hjá stúdentaráði sem er unnið í samstarfi við Festu – miðstöð um sjálfbærni. Fulltrúinn vinnur í nánu samstarfi við Festu með því markmiði að efla vitund háskólanema um sjálfbærni og stuðla að sjálfbærari háskólasamfélagi.

Helstu verkefni: 

  • Skipuleggja fræðsluviðburði tengda sjálfbærni.
  • Miðla upplýsingum um sjálfbærnimál innan SHÍ og Háskóla Íslands.
  • Halda utan um yfirlit og framvindu verkefna.
  • Skýrslugerð um stöðu og þróun sjálfbærnismála innan háskólasamfélagsins.

Hæfniskröfur:
Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og góða skipulagshæfni. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu og/eða áhuga á sjálfbærni og hagsmunagæslu stúdenta. Gott vald á íslensku og ensku. Reynsla af viðburðastjórnun er kostur, sem og þekking eða reynsla af störfum innan SHÍ.

Starfshlutfall er í kringum 20% eða eftir samkomulagi.

 

Alþjóðafulltrúi:

Alþjóðafulltrúi sinnir þörfum erlendra nemenda, bæði í daglegum samskiptum og við skipulagningu viðburða, og er milliliður í samstarfi við alþjóðleg háskólanet eins og Aurora.

Hæfniskröfur: Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, framúrskarandi samskiptahæfni, og þekking á alþjóðamálum. Gott vald á íslensku og ensku, reynsla af alþjóðastarfi og þátttaka í háskólasamfélaginu eru mikilvæg. Starfshlutfall er breytilegt eða eftir samkomulagi.

Starfshlutfall er í kringum 50% eða eftir samkomulagi.

 

Umsóknarfrestur: til og með 6. september 2025. Allar umsóknir skal senda á shi@hi.is merkt „Atvinnuumsókn“.

Hægt er að lesa meira um störf Stúdentaráðs hér.

Deila

facebook icon
linkedin icon