20. nóvember, 2023

Samstarfssamningur Háskóla Íslands og Stúdentaráðs

Á dögunum undirrituðu Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Rakel Anna Boulter, forseti Stúdentaráðs, nýjan samning milli Háskóla Íslands og Stúdentaráðs um þjónustu við nemendur Háskólans.

Stúdentaráð er mjög þakklátt fyrir samstarfið, tekið er vel á ábendingum ráðsins á hinum mörgum starfssviðum skólans og eiga forseti og rektor reglulega fundi til að tryggja gott upplýsingaflæði og koma áherslum stúdenta á framfæri.

Stúdentaráð mun áfram halda Háskóla Íslands á tánum, enda er það meginhlutverk ráðsins að vera þrýstiafl. Hvetjum við starfsfólk og stjórnendur til að rækta samstarfið við stúdenta enn frekar til að við getum í sameiningu gert góðan háskóla enn betri.

 

Deila

facebook icon
linkedin icon