20. október, 2024

Opið fyrir umsóknir í fyrstu úthlutun Stúdentasjóðs

Búið er að opna fyrir umsóknir í fyrstu úthlutun Stúdentasjóðs. Hægt er að sækja um styrki hér til kl. 14:00 þann 3. Nóvember  næstkomandi. Við hvetjum ykkur eindregið til þess að fara eins ítarlega eftir leiðbeiningum í umsóknarskjali og kostur er, en frávik frá reglum varðar frávísun umsóknar.

Áður en sótt er um hvetjum við ykkur til að kynna ykkur Stúdentasjóð á heimasíðu Stúdentaráðs og sérstaklega lög og verklagsreglur hans. Hér er hægt að nálgast helstu upplýsingar um sjóðinn samandregnar. Athugið að greiningarstyrkir og framfærslustyrkir verða ekki veittir í þessari úthlutun.-

Spurningum skal vísað til Viktors Péturs Finnssonar, stjórnarformanns sjóðsins, á netfangið studentasjodur@hi.is. eða til Réttindaskrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Deila

facebook icon
linkedin icon