30. april, 2025

Ný forysta Stúdentaráðs kjörin

Í gær, 29. apríl, var hald­inn kjör­fund­ur Stúd­entaráðs Há­skóla Íslands þar sem skrif­stofa næsta starfs­árs var kos­in. Nýtt ráð mun form­lega taka við á skipta­fundi und­ir lok maí.

Vaka, fé­lag lýðræðissinnaðra stúd­enta, bætti við meiri­hluta sinn í Stúd­entaráðskosn­ing­un­um sem fóru fram hinn 2. og 3. apríl sl. Á kjör­fund­in­um í kvöld hlaut Ar­ent Orri J. Claessen því end­ur­kjör sem for­seti Stúd­entaráðs, en í til­kynn­ingu frá Stúd­entaráði er það sagt sjald­gæft að for­seti hljóti end­ur­kjör.

Ar­ent stund­ar nú meist­ara­nám í lög­fræði, en hann var formaður Vöku áður en hann tók við embætti for­seta Stúd­entaráðs.

Á fund­in­um hlaut einnig kjör Sylvía Mart­ins­dótt­ir sem vara­for­seti ráðsins, en Sylvía nem­ur meist­ara­nám í fjár­mál­um. Vikt­or Pét­ur Finns­son hlaut þá kjör sem lána­sjóðsfull­trúi Stúd­entaráðs, en Vikt­or stund­ar nám við viðskipta­fræðideild.

Þá hlaut Val­gerður Lauf­ey Guðmunds­dótt­ir end­ur­kjör sem hags­muna­full­trúi SHÍ, en hún nem­ur einnig meist­ara­nám í lög­fræði.

„Ég er stolt­ur af starf­inu okk­ar síðasta ár og þakk­lát­ur fyr­ir það traust sem okk­ur hef­ur verið sýnt af nýju Stúd­entaráði og hlakka til að vinna með nýrri skrif­stofu. Mig lang­ar að þakka frá­far­andi Stúd­entaráði og skrif­stofu fyr­ir sín störf og heiti því að við mun­um áfram vinna að bætt­um kjör­um stúd­enta,“ seg­ir Ar­ent Orri, for­seti Stúd­entaráðs

Deila

facebook icon
linkedin icon