21. janúar, 2025
Miðasala á Árshátíð SHÍ
Árshátíð SHÍ verður haldin hátíðleg þann 21. febrúar 2025 að Hlíðarenda og þemað er Frumsýning. Húsið opnar kl. 18:00 og hefst borðhald kl. 18:30. Ballið byrjar svo kl. 21:30 og lýkur kl. 01:00.
Miðasala á ballið fer fram í Aur-appinu og kostar miðinn 6.990 kr. Til þess að miðasalan birtist í Aur-appinu þurfa stúdentar að vera með rafrænt nemendaskírteini. Sótt er um það hér: Rafræn nemendaskírteini | Stúdentaráð Háskóla Íslands
Ath! Mjög takmarkaður miðafjöldi er í borðhald og úthlutun miða í borðhald fer í gegnum nemendafélögin. Þegar skráning í borðhald fer í gegn birtist miðasala í borðhald einnig í Aur-appinu. Verð í borðhald og ball er 9.990 kr.
Algengar spurningar
Af hverju finn ég miðasöluna ekki í Aur-appinu?
Miðasalan birtist í Klinkinu í Aur-appinu. Til þess að miðasalan birtist þarftu að vera með rafrænt nemendaskírteini. Þú getur sótt um það hér: Rafræn nemendaskírteini | Stúdentaráð Háskóla Íslands – Ath. það gæti tekið einhvern tíma fyrir kortið að koma inn í Aur.
Hvað kostar á árshátíðina?
Miðaverð á ballið er 6.990 kr. Miði í borðhald og ball kostar 9.990 kr.
Get ég keypt miða bara í borðhaldið?
Nei, því miður. Við erum að gera okkar besta til að halda miðaverði lágu og það gefur því miður ekki svigrúm til að kaupa bara miða í borðhald.
Ég keypti miða en kemst ekki – get ég fengið endurgreitt?
Það er því miður ekki hægt að fá endurgreitt en þú getur áframsent miðann þinn á hvern sem er í gegnum Aur-appið.
Ég sótti um rafrænt nemendaskírteini en sé það ekki í Aur-appinu – Hvað get ég gert?
Það gæti tekið tvo til þrjá daga fyrir nemendaskírteinið að birtast. Ef lengri tími er liðinn geturðu prófað að sækja aftur um skírteinið. Mikilvægt er að passa að allar upplýsingar séu réttar, t.d. kennitala og HÍ-netfangið.