30. desember, 2020

Loftslagsverkfallið hlýtur jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs

Á dögunum hlaut Loftslagsverkfallið jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs! Stúdentaráð þakkar fyrir sig og óskar öllum þeim sem hafa komið að verkfallinu innilega til hamingju með viðurkenninguna. Það gleður okkur að enda árið á góðum og kraftmiklum nótum.

Okkar eigin Aðalbjörg Egilsdóttir, fyrrverandi forseti Umhverfis- og samgöngunefndar, tók á móti listaverkinu sem Stúdentaráð fær að hýsa á skrifstofu sinni.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þakkaði stúdentum sérstaklega í ávarpi sínu á afmælishátíð Stúdentaráðs fyrir að halda ríkisstjórninni á tánum en hún sagði stúdenta halda skýru flaggi á lofti, brýnt stjórnvöld til dáða og aðgerða. Loftslagsváin er stærsta áskorunin sem blasir við okkur og það skiptir höfuðmáli að halda baráttunni áfram.

 

Deila

facebook icon
linkedin icon