9. desember, 2024
Hugmyndahraðhlaup háskólanna
Hugmyndahraðhlaup háskólanna verður haldið í Grósku helgina 4. – 5. janúar 2025.
Þetta er lausnamót, opið öllum háskólanemum landsins og er tækifæri til þess að mynda teymi og þróa með því nýsköpunarhugmynd innan öflugs stuðningsumhverfis.
Sigurvegararnir fá vegleg verðlaun og tryggt sæti í úrslitakeppni Gulleggsins!
Allar upplýsingar um Hugmyndahraðhlaup háskólanna er að finna á gulleggid.is/hh