5. september, 2021

Hjólum í skólann átak við Háskóla Íslands

Stúdentaráð, Háskóli Íslands og Félagsstofnun stúdenta standa fyrir átakinu Hjólað í skólann í samstarfi við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ). Átakið fer fram dagana 6.-17. september. Markmiðið er að styrkja jákvætt og heilbrigt félagslíf í Háskóla Íslands. Fyrirmyndin er árlegt átak ÍSÍ, Hjólað í vinnuna, þar sem lögð er áhersla á heilsusamlegan, umhverfisvænan og hagkvæman samgöngumáta til og frá vinnu.

Nemendur og starfsfólk eru eindregið hvött til að taka þátt í átakinu og ganga til liðs við sína deild eða sína starfsstöð. Öll geta tekið þátt í Hjólað í skólann svo framarlega sem þau nýta eigin orku, með öðrum orðum að hjóla, ganga, hlaupa, nota línuskauta o.s.frv. Þau sem nýta almenningssamgöngur geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin eða hjóluð er til og frá stoppistöð.

Frekari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Háskóla Íslands.

Deila

facebook icon
linkedin icon