17. janúar, 2025

Fundarboð – 6. fundur Stúdentaráðs

Fundarboð – 6. fundur Stúdentaráðs

Þriðjudaginn 21. janúar 2025 fer Stúdentaráðsfundur fram kl. 17:00 í stofu N-132, Öskju.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þeir verða auglýstir meðal stúdenta, og öllum áhugasömum er velkomið að mæta.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs í síma 570-0850 eða með tölvupósti á shi@hi.is ef þið hafið spurningar um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

Dagskrá:

  1. Fundur settur
    17:00
  2. Yfirferð á málum sem hafa verið á döfinni
    Heimsókn frá Jóni Atla Benediktssyni, rektor
    17:00–17:10
  3. Fundargerð fundar þann 12. nóvember 2024 borin upp til samþykktar
    17:10–17:15
  4. Kynning á nýjum kjarafulltrúa SHÍ
    17:15–17:30
  5. Tillaga um aðild Stúdentaráðs að Festu, miðstöð um sjálfbærni
    Flutningsmaður: Arent Orri J. Claessen
    17:30–17:40
  6. Fundarhlé
    17:40–17:50
  7. Tillaga um hreiður á háskólasvæðinu
    Flutningsmaður: Katla Ólafsdóttir, oddviti Röskvu og stúdentaráðsliði
    17:50–18:00
  8. Tillaga að ályktun um kröfu um stórbættra fjarnámskosta
    Flutningsmaður: Gunnar Ásgrímsson, forseti sviðsráðs Menntavísindasviðs
    18:00–18:10
  9. Lagabreytingartillaga lagaráðs
    Flutningsmaður: Arent Orri J. Claessen
    18:10–18:40
  10. Bókfærð mál og tilkynningar
    • Staðfesting á kjöri Diljá Valsdóttur í sviðsráð Hugvísindasviðs
    • Staðfesting á nýjum áheyrnarfulltrúa í öryggisnefnd: Dagmar Ísleifsdóttir
    • Staðfesting á tilnefningum Röskvu og Vöku í kjörstjórn
      18:40–18:50
  11. Önnur mál
    18:50–19:00

Deila

facebook icon
linkedin icon