1. nóvember, 2025

Fundarboð – 4. fundur Stúdentaráðs

Mánudaginn 3. nóvember 2025 fer fram Stúdentaráðsfundur kl. 17:30 í stofu N-132, Öskju.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þeir verða auglýstir meðal stúdenta, og öllum áhugasömum er velkomið að mæta.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs í síma 570 0850 eða með tölvupósti á shi@hi.is ef þið hafið spurningar um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

 


Dagskrá

Fundur settur. 

17:30

Fundargerð fyrri fundar borin upp til samþykktar.

17:30-17:35

Tillaga að um breytingu á skilyrðum fyrir fæðingastyrk námsmanna.

Flutningsmaður: Andrea Edda Guðlaugsdóttir

17:35-17:45

Tillaga að Stúdentaráð árétti fyrri afstöðu sína um betra skipulag og samhæfingu á matsáætlunum innan sviða og deilda.

Flutningsmaður: María Björk Stefánsdóttir

17:45-17:55

Tillaga að Stúdentaráð Háskóla Íslands beiti sér fyrir því hægt verði að selja nikótínpúða á útsölustöðum Hámu.

Flutningsmaður: Eiríkur Kúld Viktorsson

17:55-18:05

Fundarhlé

18:05-18:20

Tillaga um endurskoðun námsefnis í grunnskólakennaranámi.

Flutningsmaður: Halldóra Elín Einarsdóttir

18:20-18:30

Tillaga um að SHÍ lýsi yfir skýrum stuðningi við trans stúdenta og starfsfólk við Háskóla Íslands.

Flutningsmaður: María Björk Stefánsdóttir

18:30-18:40

Tillaga að Stúdentaráð Háskóla Íslands beiti sér fyrir sanngirni í rukkun bílastæðagjalda við Háskóla Íslands.

Flutningsmaður: Eiríkur Kúld Viktorsson

18:40-18:50

Tillaga að breytingu á tíðni inntöku í starfstengt diplómunám fyrir fólk með þroskahömlun.

Flutningsmaður: Halldóra Elín Einarsdóttir

18:50-19:00

Tillaga um bættar öryggisráðstafanir á stúdentagörðum.

Flutningsmaður: Jón Karl Ngosanthiah Karlsson, Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir

19:00-19:10

Tillaga um að SHÍ beiti sér fyrir því að sett verði á laggirnar staðlað verklag í tilvikum sjálfsvígs á stúdentagörðum.

Flutningsmaður: Guðlaug Eva Albertsdóttir

19:10-19:20

Tillaga að tryggt verði að stúdentar hafi ætíð aðgang að rafmagnsinnstungum í öllum stofum háskólans.

Flutningsmaður: Kjartan Leifur Sigurðsson

19:20-19:30

Kynning á framkvæmdaáætlunum fastanefnda SHÍ.

19:30-19:55

Bókfærð mál og tilkynningar.

19:55-20:00

 

Atkvæðagreiðsla fer fram um liði II.-IV. og VI.-XIII.

Deila

facebook icon
linkedin icon