27. september, 2025

Fundarboð – 3. fundur Stúdentaráðs

Þriðjudaginn 30. september 2025 fer Stúdentaráðsfundur fram kl. 17:30 í stofu N-132, Öskju.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þeir verða auglýstir meðal stúdenta, og öllum áhugasömum er velkomið að mæta.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs í síma 570-0850 eða með tölvupósti á shi@hi.is ef þið hafið spurningar um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.


Dagskrá

Fundur settur
17:30

Fundargerð fyrri fundar borin upp til samþykktar
17:30–17:40

Tillaga að bættum hag vinnandi nemenda
Flutningsmaður: Arent Orri Jónsson Claessen, forseti SHÍ
17:40–17:45

Tillaga um forgang inntöku fyrir alþjóðanema sem urðu fyrir kerfisbrestum 2025–26
Flutningsmaður: Sófus Máni Bender
17:45–17:50

Tillaga gegn hækkun skrásetningargjalds
Flutningsmenn: Eiríkur Kúld Viktorsson, oddviti Vöku, og María Björk Stefánsdóttir, oddviti Röskvu
17:50–18:00

Fundarhlé
18:00–18:20

Tillaga að SHÍ beiti sér fyrir samgöngukorti að erlendri fyrirmynd
Flutningsmenn: Guðlaug Eva Albertsdóttir, María Björk Stefánsdóttir, Auður Halla Rögnvaldsdóttir og Katla Ólafsdóttir
18:20–18:30

Tillaga um fyrirsjáanleika í verðlagi bílastæðagjalda
Flutningsmenn: Guðlaug Eva Albertsdóttir, María Björk Stefánsdóttir, Auður Halla Rögnvaldsdóttir og Katla Ólafsdóttir
18:30–18:40

Tillaga að breyttum opnunartíma bygginga
Flutningsmaður: Andrea Edda Guðlaugsdóttir
18:40–18:45

Tillaga um að SHÍ gerist aðili að Samstöðu með Palestínu
Flutningsmaður: Valeria Bulatova
18:45–18:55

Tillaga um vaxtalausar raðgreiðslur á skrásetningargjöldum
Flutningsmaður: María Björk Stefánsdóttir
18:55–19:05

Tillaga um herferð gegn fyrirhugaðri hækkun skrásetningargjalda
Flutningsmaður: Kjartan Leifur Sigurðsson
19:05–19:10

Bókfærð mál og tilkynningar
– Skipanir í stjórn stúdentasjóðs
– Breytt skipan í sviðsráði Félagsvísindasviðs og Hugvísindasviðs
– Tilnefningar í Kennslumálanefnd SHÍ og Skipulagsnefnd Háskólans
19:10–19:20

Önnur mál
19:20

Atkvæðagreiðsla fer fram um liði II.–IV. og VI.–XI.

Deila

facebook icon
linkedin icon