19. april, 2021

Beint streymi frá lokahófi Stúdentablaðsins föstudaginn 23. apríl

Næstkomandi föstudag gefst öllum tækifæri á að taka þátt í lokahófi Stúdentablaðsins í beinu streymi!

Í tilefni af útgáfu fjórða og jafnframt síðasta tölublaðs Stúdentablaðsins þetta skólaárið efnir blaðið til útgáfuhófs í beinu streymi föstudaginn 23. apríl. Það verður barsvar með glæsilegum vinningum. VHS liðarnir Stefán Ingvar Vigfússon og Vilhelm Neto fara með uppistand og Kristín Sesselja flytur fyrir ljúfa tóna!
Blaðinu verður dreift um Háskólasvæðið fyrir viðburðinn.
Öll er velkomin á streymið. Viðburðinn er að finna hér.
DAGSKRÁ (birt með fyrirvara um smá skekkju)
20:00 Streymið opnar
20:15 Barsvar
– ath. þátttakendur senda svörin við spurningunum á netfangið studentabladid@hi.is
20:45 Uppistand með VHS liðunum Stefáni Ingvari og Vilhelm Neto
21:00 Kristín Sesselja tekur lagið í boði Landsbankans
Sigurvegari kynntur og slökkt á streymi
(ath. viðburðurinn verður mestmegnis á ensku)

Deila

facebook icon
linkedin icon