22. july, 2021

Alþjóðafulltrúi Stúdentaráðs kjörinn forseti stúdentaráðs Aurora

Alma Ágústsdóttir var nýlega ráðin forseti Stúdentaráðs alþjóðlega háskóla samstarfsnetsins Aurora. Hún tekur við af Callum Perry sem gegndi stöðunni fyrir hönd University of East Anglia og er hún annar fulltrúinn frá Háskóla Íslands sem gegnir embættinu en Elísabet Brynjarsdóttir var forseti ráðsins frá 2018-2020.

Alma er 26 ára meistaranemi í þýðingafræði við Háskóla Íslands og hefur áður lokið BA-prófi í ensku við skólann. Hún brautskráðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2015 en sama ár vann hún The International Public Speaking Competition sem alþjóðlegu góðgerðarsamtökin, The English-Speaking Union (ESU), standa fyrir ár hvert. Í kjölfarið af því starfaði Alma hjá ESU, í London, sumrin 2016 og 2017 sem Educational Network Officer. Hún gegndi hlutverki mentors fyrir þátttakendur í alþjóðlegu ræðukeppninni í tvígang og dæmdi úrslit keppninnar 2021. Auk þess hefur Alma starfað sem stuðningsfulltrúi í frístundaheimilinu Selinu við Melaskóla síðan 2016.

Alma hefur einnig reynslu af Stúdentaráði. 2016 var hún kjörin í Stúdentaráð en það ár var hún einnig forseti Sviðsráðs Hugvísindasviðs, sat í stjórn Stúdentaráðs og var ritari ráðsins. Í dag situr Alma á skrifstofu Stúdentaráðs sem Alþjóðafulltrúi hennar.

Deila

facebook icon
linkedin icon