8. nóvember, 2024
5. fundur Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Stúdentaráð Háskóla Íslands heldur fund þriðjudaginn 12. nóvember 2024 kl. 16:30 í stofu HT-102, Háskólatorgi. Fundir Stúdentaráðs eru opnir öllum stúdentum Háskóla Íslands og eru áhugasamir hvattir til að mæta og fylgjast með starfsemi ráðsins.
Dagskrá fundarins inniheldur mikilvægar tillögur og kynningar á framkvæmdaráætlunum, ásamt umræðu um ýmis mál sem snúa að stúdentalífi við skólann. Áhugasamir geta haft samband við skrifstofu Stúdentaráðs ef frekari upplýsingum er óskað.
Dagskrá:
I. Fundur settur 17:00 – 17:05
II. Fundargerð fundar þann 26. september 2024 borin upp til samþykktar 17:05 – 17:10
III. Yfirferð á málum sem hafa verið á döfinni 17:10 – 17:20
IV. Tillaga um að skrifstofa Stúdentaráðs setji sér umhverfisstefnu 17:20 – 17:30
V. Tillaga um skilvirkara bókunarkerfi á stofum Háskóla Íslands 17:30 – 17:40
VI. Tillaga um athugasemd í samráðsgátt varðandi breytingar á lögum um opinbera háskóla 17:40 – 17:50
VII. Framkvæmdaáætlun alþjóðanefndar kynnt 17:50 – 18:00
VIII. Fundarhlé 18:00 – 18:10
IX. Framkvæmdaáætlun umhverfis- og samgöngunefndar kynnt 18:10 – 18:20
X. Framkvæmdaáætlun lagabreytinganefndar kynnt 18:20 – 18:30
XI. Framkvæmdaáætlun nýsköpunar- og frumkvöðlanefndar kynnt 18:30 – 18:40
XII. Tillaga um aukningu tíðarvara í byggingum VR-II, Tæknigarði og Öskju 18:40 – 18:50
XIII. Tillaga um að inntökupróf í heilbrigðisgreinum verði víðar en í Reykjavík 18:50 – 19:00
XIV. Tillaga um árlegt fjárframlag til SHÍ nefnda til að efla félagslíf 19:00 – 19:10
XV. Bókfærð mál og tilkynningar 19:10 – 19:15
XVI. Önnur mál 19:15 – 19:20