20. september, 2024
4. fundur Stúdentaráðs
Þriðjudaginn 25. september 2024 fer Stúdentaráðsfundur fram kl. 17:00 í stofu N-132, Öskju.
Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.
- Fundur settur 17:00 – 17:05
- Fundargerð fundar þann 26. ágúst 2024 borin upp til samþykktar 17:05 – 17:10
- Ný fundarsköp kynnt 17:05 – 17:10
- Kynning frá Laufinu 17:10 – 17:30
- Tillaga um endurskoðun á skilgreiningu félaga sem starfa innan háskólans 17:30 – 17:40
- Tillaga um takmörkun ábyrgðar vegna októberfest 17:40 – 17:50
- Tillaga um stöðumat á líðan nemenda 17:50 – 18:00
- Fundarhlé 18:00 – 18:10
- Tillaga um skráningu á vinnu skrifstofu Stúdentaráðs 18:10 – 18:20
- Framkvæmdaáætlun fjölskyldunefndar 18:20 – 18:30
- Framkvæmdaáætlun fjármála- og atvinnulífsnefndar 18:30 – 18:40
- Framkvæmdaáætlun félagslífs- og menningarnefndar 18:40 – 18:50
- Framkvæmdaáætlun jafnréttisnefndar 18:50 – 19:00
- Fundarhlé 19:00 – 19:10
- Tillaga um vatns- og kaffivélar 19:10 – 19:20
- Tillaga um aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu 19:20 – 19:30
- Tillaga um að Stúdentaráð beiti sér fyrir upptöku samgöngukorts 19:30 – 19:40
- Tillaga um að bæta Eduroam og nettengingu innan skólans 19:40 – 19:50
- Bókfærð mál og tilkynningar 19:50 – 20:00
- Önnur mál 19:50 – 20:00
Uppfært þann 21. september.