6. ágúst, 2024
Stúdentaráðsfundur 6. ágúst 2024
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 fer Stúdentaráðsfundur fram kl. 17:30 í stofu VHV-007.
Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins. Athugið að fundurinn fer fram á íslensku. Athugið einnig að tillaga verður til atkvæðagreiðslu á fundinum um lokun hans fyrir öðrum en þeim sem hafa málfrelsisrétt.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.
Fundardagskrá:
- Fundargerð fyrri fundar borin upp til samþykktar (atkvæðagreiðsla)
Approval of Previous Meeting Minutes (Vote)
- Tillaga um lokun fundar
Proposal to Close the Meeting to the Public
- Yfirferð og umræður um tímalínu, samskipti og annað tengt Októberfest SHÍ
Review and Discussion of the Timeline, Communications, and Other Matters Related to Októberfest SHÍ
- Atkvæðagreiðsla um samning SHÍ við verktaka
Vote on SHÍ’s Contract with Contractors
- Bókfærð mál og tilkynningar
Recorded Matters and Announcements