- Menningar- og félagslíf stúdenta,
- Alþjóðasamstarf stúdenta við erlenda aðila,
- Stúdenta sem fara í greiningu vegna sértækra námsörðuguleika, athyglisbrests eða ofvirkni (ADD/ADHD).
- Erlenda stúdenta utan EES svæðisins sem glíma við fjárhagslega erfiðleika hérlendis.
Forseti sjóðstjórnar er Viktor Pétur Finnsson og netfang sjóðsins er studentasjodur@hi.is. Önnur sem sitja í stjórn sjóðsins eru: Tinna Eyvindardóttir, Gunnar Freyr Þórarinsson, Anna Sóley Jónsdóttir, Fannar Gíslason, Ólöf Soffía Eðvarðsdóttir og Sæþór Már Hinriksson.
Úthlutað er úr sjóðnum fjórum sinnum á ári og fer fyrsta úthlutun yfirleitt fram í október ár hvert. Stúdentaráð sendir öllum stúdentum tölvupóst þegar opnað hefur verið fyrir umsóknir.
- Lög sjóðsins má finna hér.
- Verklagsreglur sjóðsins má finna ér.
- Skýringar á lögum og verklagsreglum sjóðsins má finna hér.
Öll viðurkennd félög stúdenta við HÍ geta sótt fasta styrki úr sjóðnum við upphaf hvers skólaárs. Jafnframt eiga deildarfélög með fleiri en 15 félaga rétt á höfðatölustyrk sem reiknast eftir fjölda nemenda í viðkomandi fagi. Hver úthlutun er auglýst með góðum fyrirvara af Stúdentaráði á póstlista nemenda við HÍ. Í stjórn sjóðsins situr einn fulltrúi af hverju fræðasviði og ásamt tveimur fulltrúum Stúdentaráðs.