Stofnaðu nemendafélag

Ef þú hefur áhuga á að stofna nemendafélag innan Háskóla Íslands eru leiðbeiningar hér!

1

Stofnfundur

Fyrsta skrefið er að halda stofnfund þar sem stofnendur setja sér lög og kjósa sér embætti.

2

Umsókn um kennitölu

Næst getur félagið sótt um kennitölu hjá Ríkisskattstjóra sem úthlutar þeim viðeigandi kennitölu. Upplýsingar um þetta ferli má nálgast hér.

3

Skráning hjá Stúdentaráði og netfang

Þegar að félagið er komið með kennitölu þarf það að skrá sig hjá Stúdentaráði. Nýja félagið sendir upplýsingar um forseta félagsins og Stúdentaráð skráir viðeigandi upplýsingar hjá sér á student.is. Félagið getur sótt um netfang hjá Háskólanum á help@hi.is frá Upplýsinga- og tæknisviði. Félög geta svo bókað fundaraðstöður á stofur@hi.is

4

Stofna bankareikning

Til þess að félagið geti sótt styrki og rukkað aðildargjöld, þarf það að stofna bankareikning. Frekari upplýsingar um það ferli þarf að nálgast hjá bankanum sem félagið velur sér.

5

Styrkur úr Stúdentasjóði

Þegar félagið hefur stofnað bankareikning og er skráð sem starfrækt nemendafélag hjá Stúdentaráði getur félagið sótt um styrk úr Stúdentasjóði tvisvar á ári, einu sinni á hvoru misseri.

Ekki viss um það hvernig þú stofnar félag?

Hafðu samband við Stúdentaráð ef einhverjar spurningar vakna

Hafðu samband